KF hefur fengið Emanuel Nikpalj til liðsins frá NK Bistra í Króatíu, en hann lék áður með Ægi á Íslandi. Emanuel spilar á miðjunni og hefur leikið 24 leiki og skorað 6 mörk með Ægi frá 2018-2019. Hann er 22 ára og er kominn með leikheimild með KF í sumar.