Hálka eða hálkublettir eru víða á vegum á Norðurlandi en snjóþekja á Siglufjarðarvegi í Almenningum. Krapi og éljagangur er á Hringveginum í Húnavatnssýslum. Vegagerðin greinir frá þessu nú síðdegis.