Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla í körfubolta hófst á fimmtudagskvöld og héldu Tindastólsmenn suður til að mæta KR. Fjölmennum og fríður flokkur stuðningsmanna Tindastóls mættu á leikinn til að hvetja sína menn. KR-ingar höfðu frumkvæðið lengstum í leiknum og lönduðu nokkuð öruggum sigri þó Stólarnir hafi gert góða atlögu að þeim undir lok þriðja leikhluta. Lokatölur 84-68.

Nú er annar leikur liðanna á sunnudag í Síkinu á Sauðárkróki og eru stuðningsmenn Tindastóls hvattir til að fjölmenna og hvetja liðið til sigurs. KR-ingar hafa heimsótt Síkið tvisvar áður í vetur og hafa þeir ekki riðið feitum hesti frá þeim viðureignum. Áfram Tindastóll!

Stig Tindastóls: Allen 16, Miller 13, Þröstur Leó 12, Svabbi 11, Helgi Rafn 9, Tratnik 5 og Hreinsi 2.