Hið árlega knattspyrnumót fjármálafyrirtækja verður haldið á Akureyri um helgina, nánar til tekið laugardaginn 28. janúar. Hvorki fleiri né færri en 28 lið eru skráð til leiks, þar af fjögur kvennalið.
Mótið fer fram í Boganum á Akureyri. Um kvöldið fer svo fram lokahóf mótsins, sem sumir kalla árshátíð fjármálafyrirtækja. Gert er ráð fyrir að um 250 manns mæti í Sjallann um kvöldið en húsið er opið öllum.