Kirkjutröppuhlaupið við Akureyrarkirkju er árlegur viðburður á “Íslensku Sumarleikunum” og er í boði Hamborgarafabrikkunnar og Hótel Kea. Hlaupið fer fram föstudaginn 2. ágúst kl. 16:00.

Í ár verður keppt í fjórum aldursflokkum, fyrirtæki og félagasamtök taka nú einnig þátt eins og árið áður.
Boðið er upp á andlitsmálun fyrir börnin sem gerir keppnina enn skemmtilegri.
Þátttakendur þurfa að skrá sig og mæta í búning.

Það er nóg að mæta með skrautlegan hatt, skíðagleraugu og svo framvegis. Einnig getur andlitsmálun talist sem búningur.

Reglur

Keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum:
1. flokkur 6 ára og yngri
2. flokkur 7-10 ára
3. flokkur 11-13 ára
4. flokkur 14 ára og eldri

Keppni fyrirtækja og félagasamtaka

Þetta er nýjung í Kirkjutröppuhlaupinu og þurfa minnst þrír að vera í liði. Fyrirtæki og félagasamtök keppa sín á milli og er meðaltalið af þremur bestu tímunum innan liðs reiknaður út og segir til um hver vinnur.
Í vinning er farandbikar sem hvert fyrirtæki og félagasamtök geta verið stolt að hafa í sínum fórum næsta árið.

Í lok keppninnar fer fram verðlaunaafhending þar sem spretthörðustu hetjurnar í Kirkjutröppuhlaupinu í hverjum flokki fá verðlaun.