Aðalbakarí Siglufirði og Arion banki í Fjallabyggð styðja við umfjöllun um leiki KF í sumar. Aðalbakarí er aðalstyrktaraðili og Arion banki er styrktaraðili allra frétta um KF í sumar.
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Knattspyrnufélagið Hlíðarendi (KH) kepptu Valsvellinum í dag í Reykjavík. Um var að ræða leik í 14. umferð í 3. deild karla. KF vann Álftanes í síðustu umferð á meðan KH tapaði fyrir Augnablik. KH hefur gengið illa á Íslandsmótinu fram að þessu, tapað 10 leikum af 13 og aðeins unnið tvo leiki. KH var í fallsæti fyrir þennan leik og var fjórum stigum frá öruggu sæti og þurfti sárlega á sigri að halda. KF var í 2. sæti deildarinnar og gat komist nær Kórdrengjum en þeir höfðu sex stiga forskot fyrir þennan leik.
Þjálfari KF gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik, en Stefán Bjarki, Jakob Auðun og Sævar Gylfason voru komnir inn í liðið en þeir voru allir varamenn í síðasta leik.
Leikurinn sjálfur átti eftir að vera jafn. Heimamenn fengu víti snemma í fyrri hálfleik og gátu náð þar forystu, en Halldór markmaður KF varði spyrnuna og hélt KF inni í leiknum. Á 33. mínútu þá skoraði KF og komust í 0-1 eftir mark frá Alexender Má, en stoðsendinguna átti Ljubomir Delic. Staðan var 0-1 í hálfleik en heimamenn nældu sér í tvö gul spjöld með skömmu millibili undir lok fyrri hálfleiks. Alexander Már skoraði hér sitt 15 mark í deildinni í sumar.
KF gerði eina skiptingu strax í hálfleik þegar Birkir Freyr kom inná fyrir Sævar Gylfason. Á 56. mínútu fékk Hákon Leó gult spjald og var honum skipt útaf nokkrum mínútum síðar þegar Óliver Jóhannsson kom inná. Þegar 20. mínútur voru eftir kom Þorsteinn Már inná fyrir Ljubomir og skömmu síðar Sævar Þór inná fyrir Aksentije Milisic.
Hvorugu liðinu tókst að skora í síðari hálfleik og KF vann dýrmætan sigur í dag og styrkti stöðu sína í 2. sæti deildarinnar. KF er núna með fjögurra stiga forystu á Vængi Júpiters og eru aðeins þremur stigum frá toppsætinu.