Aðalbakarí Siglufirði og Arion banki í Fjallabyggð styðja við umfjöllun um leiki KF í sumar. Aðalbakarí er aðalstyrktaraðili og Arion banki er styrktaraðili allra frétta um KF í sumar.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Álfanes(UMFÁ) á Ólafsfjarðarvelli í dag í 13. umferð 3. deildar karla. Liðin mættust í byrjun maí á Bessastaðavelli og lauk leiknum þar með 1-1 jafntefli. Þjálfari KF gerði fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik, sem var sigurleikur gegn Augnablik. Inn í liðið voru komnir Hákon Leó, Óliver, Vitor og Valur Reykjalín. KF  var í 3. sæti deildarinnar fyrir þennan leik, en fjögur lið keppa nú um efstu tvö sætin sem gefa sæti í 2. deildinni. Álftanes var í 7. sæti fyrir þennan leik. Völlurinn var í fínu ástandi, hitinn rúmlega 10 stig og  vindur um 5-6 m/s á meðan á leiknum stóð.

KF byrjaði leikinn vel og undir lok fyrri hálfleiks dró til tíðinda markahrókurinn Alexander Már kom heimamönnum yfir 13. deildarmark fyrir KF í sumar og kom þeim í 1-0. Nokkrum mínútum síðar komst KF í 2-0 þegar gestirnir gerðu sjálfsmark, og var KF því í þægilegri stöðu í hálfleik.

KF strákarnir byrjuðu síðari hálfleik af krafti og skoruðu á upphafsmínútunum, en þar var aftur að  verki Alexander Már, með sitt 14. mark í sumar. Flestir töldu nú sigurinn vísan í stöðunni 3-0 á heimavelli, en nánast allur seinni hálfleikur var eftir.

Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum kveiknaði smá von hjá Álftanesi þegar þeir skoruðu sitt fyrsta mark og breyttu stöðuniu í 3-1. Enn hitnaði undir KF þegar Álftanes minnkaði enn muninn þegar um 5 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, og staðan orðin 3-2. Heimamenn héldu þó út og kláruðu leikinn, lokatölur 3-2 á Ólafsfjarðarvelli.

KF komst upp í 2. sætið með þessum sigri og er aðeins þremur stigum á eftir Kórdrengjum. Næsti leikur KF verður gegn KH á Valsvellinum, laugardaginn 27. júlí.

 

Image may contain: one or more people, grass and outdoor