Aðalbakarí Siglufirði og Arion banki í Fjallabyggð styðja við umfjöllun um leiki KF í sumar. Aðalbakarí er aðalstyrktaraðili og Arion banki er styrktaraðili allra frétta um KF í sumar.

KF mætti Magna á KA-vellinum á Akureyri í dag í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Magni leikur í Inkassó-deildinni og KF er í 3. deildinni, og er því töluverður styrkleikamunur á liðunum. Liðin mættust einnig í 2. umferð bikarsins fyrir ári síðan og var þá niðurstaðan 5-0 sigur Magna. Árið 2016 léku liðin saman í 3. deildinni og fór fyrri leikurinn 0-0 og síðari leikurinn á heimavelli Magna 5-1.

Í þessum leik var Magni einnig einu númeri og stórir fyrir hið unga lið KF. Magni skoraði fyrsta mark leiksins á 25. mínútu, en markið gerði Jakob Hafsteinsson. Á 40. mínútu skoraði Marinó Birgisson annað mark Magna og kom þeim í 2-0. Marinó lék nokkra leiki sem lánsmaður hjá KF vorið 2018. Staðan var 2-0 í hálfleik.

Strax eftir hálfleikinn gerði KF skiptingu þegar Vitor Vieira kom inná fyrir Aksentije Milisic. Magni gerði tvöfalda skiptingu á 57. mínútu og á 63. mínútu skipti KF um markmann ,þegar Sindri kom inná fyrir Halldór Ingvar. Halldór var tæpur fyrir leikinn og tóku sig upp meiðsli og varð því að gera skiptingu.

Á 75. mínútu komst Magni í 3-0 með marki frá Frosta Brynjólfssyni. Á 76. mínútu kom Halldór Logi inná fyrir Kristófer Mána. Aðeins mínútu síðar skorar Magni aftur þegar Gauti Gautason skorar, og kemur þeim í 4-0.

Fleiri urðu mörkin ekki og kemst Magni áfram í 3. umferð Mjólkurbikarsins en KF getur einbeitt sér að deildarkeppninni næstu vikurnar. Magni refsaði KF fyrir mistök í þessum leik og KF nýtti ekki þau fáu tækifæri sem komu.

KF leikur næst gegn Álftanesi í 3. deildinni, laugardaginn 4. maí á Bessastaðavelli kl. 16:00.

 

Aðalbakarí Siglufirði er aðalstyrktaraðili umfjallana um leiki Knattspyrnufélags Fjallabyggðar í sumar .

Arion banki er styrktaraðili umfjallana um Knattspyrnufélag Fjallabyggðar í sumar í deild og unglingastarfi.