Aðalbakarí Siglufirði og Arion banki í Fjallabyggð styðja við umfjöllun um leiki KF í sumar. Aðalbakarí er aðalstyrktaraðili og Arion banki er styrktaraðili allra frétta um KF í sumar.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsótti Skallagrím í Borgarnesi í dag. Liðin mættust síðast í febrúar í Deildarbikarnum og hafði þá KF sigur, 2-0, eftir að hafa skoraði tvisvar snemma leiks. Skallagrímur komst upp úr 4. deild á síðasta ári og eru nýliðar í 3. deildinni. Liðið er skipað ungum leikmönnum og eru þrír erlendir leikmenn í hópnum.

Þjálfari KF gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik sem vannst 5-1. Inn í byrjunarliðið voru komnir Grétar Áki, Jakob Auðun og Ljubomir Delic. Valur Reykjalín byrjaði á bekknum og Patrekur og Halldór Logi voru ekki í hóp eða frá vegna meiðsla.

Mikil barátta var í fyrri hálfleik og vildi KF fá tvær vítaspyrnur en dómarinn var ekki á sama máli, og var mál manna að dómararnir hefðu átt slæman dag. KF tókst ekki að nýta færin og var staðan því 0-0 í hálfleik.  Erfiðlega gekk að brjóta niður vörn Skallanna í þessum leik, en þegar rúmar 10 mínútur voru búnar af fyrri hálfleik þá sendir Hákon Leó sendingu upp vinstri kantinn á Vitor, sem sendir hann svo laglega fyrir á Alexendar Már, og kláraði hann færið vel og kom KF yfir 0-1. Hans sjötta mark í fimm leikjum í deild og bikar með KF í sumar.  Fleiri urðu mörkin ekki og sungu KF strákarnir lagið sitt góða í klefanum eftir leikinn.

KF fer á topp deildarinnar með 10 stig eftir þennan dýrmæta útisigur. Sannarlega góð byrjun á mótinu. Næsti leikur KF verður gegn Sindra á Ólafsfjarðarvelli, laugardaginn 1. júní.