Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur fengið til sín þrjá nýja leikmenn í mars mánuði.  Einn kemur á láni en aðrir gera samning við félagið. Ingi Freyr Hilmarsson kemur á láni frá Þór. Hann er með mikla reynslu og er 32 ára. Hann hefur leikið 199 leiki í meistaraflokki með Þór, KA, KS/Leiftur og Leiftur/Dalvík.

Þorsteinn Már Þorvaldsson kemur frá KA, hann er fæddur árið 2001, og hefur áður komið við sögu hjá KF, en hann lék með liðinu sl. vor á Kjarnafæðismótinu. Hann lék síðasta tímabil með 2. flokki KA.

Sævar Gylfason kemur frá Dalvík, hann er 18 ára. Hann hefur leikið með 2. flokki KA og Dalvík og 3. flokki KA þar á undan.

Alls hafa því ellefu nýjir leikmenn bæst við hópinn hjá KF núna í vor. Íslandsmótið í 3. deild hefst í upphafi maí mánaðar, en KF leikur fyrst við Álftanes, 4. maí á úti velli. Í annari umferð leikur KF við Augnablik á útivelli og loks KH á heimavelli, 18. maí. Það er spurning hvort Ólafsfjarðarvöllur verði tilbúinn fyrir þann tíma.