Knattspyrnufélag Fjallabyggðar keppir við lið Samherja á Norðurlandsmótinu í knattspyrnu. Leikurinn fer fram í Boganum á Akureyri, sunnudaginn 5. janúar kl. 20:15. KF keppir í B-deild ásamt Þór-2,  Huginn/Höttur, KA-3, Tindastóll og Samherjar. Einn leikur er þegar búinn í deildinni, en Samherjar töpuðu fyrir Þór 1-4 í desember.

KF hefur misst tvo lykilmenn úr liðinu frá síðasta tímabili, en Alexander Már og Jordan Damachoua hafa samið við Fram og Kórdrengi. Þá hafa Andri Snær og Tómas Veigar snúið aftur úr láni til sinna félaga, KA og Þórs.

Það verður gaman að sjá hvaða ungu strákar fá fækifæri í þessum leikjum og hvort einhverjir nýjir leikmenn komi á reynslu.