KF lék í gær við Hött/Huginn í B-deild í Kjarnafæðismótinu. Leikið var í Boganum á Akureyri en leiknum hafði verið frestað vegna ófærðar og var því um nýjan leiktíma að ræða.

Lið KF er fremur þunnskipað um þessar mundir og hafa nokkrir lykilmenn frá síðasta tímabili horfið á braut. Ungir leikmenn koma því inni í hópinn og eins lánsmenn frá öðrum liðum sem eru einnig á reynslu hjá félaginu.

Fimm lánsmenn voru í byrjunarliðinu í þessum leik, Birgir Hlynsson frá Þór, Elvar Baldvinsson frá Völsung, Hrannar Snær Magnússon frá KH, Páll Ingvason frá Þór og Halldór Jóhannesson frá KA.

Yngsti leikmaður vallarins var hins vegar hinn 15 ára gamli Þorlákur Breki Baxter í liði Hugins Hattar, og spilaði hann allan fyrri hálfleik.

Markalaust var í fyrri hálfleik og gerði KF sína fyrstu skiptingu á 72. mínútu þegar Kristófer Máni kom inná fyrir Birgi Hlynsson. Óliver kom svo inná fyrir Hákon Leó á 87. mínútu. KF nýtti aðeins þessar tvær skiptingar í leiknum en þeir voru með fjóra varamenn klára. Höttur/Huginn var hinsvegar með stóran hóp og nýtti allar sínar 7 skiptingar.

Leiknum leik með markalausu jafntefli og fengu lið sitthvort stigið úr þessum leik. KF hefur því haldið hreinu í fyrstu þremur leikjum mótsins og er með 5 stig eftir þrjá leik.

Liðið á næst leik gegn Kormák/Hvöt, laugardaginn 25. janúar.