Kaffi Rauðka á Siglufirði opnar úr vetrardvala nú um helgina og næstu helgar verður boðið upp á uppáhaldsrétti Rauðku. Á föstudag verður opið frá 17-22, laugardag frá 12-22 og sunnudag frá 12-17. Það ætti að vera nóg af gestum þessa helgina, en Íslandsmótið í blaki er haldið á Siglufirði nú um helgina.