Varnarmaðurinn stóri og sterki Jordan Damachoua er kominn aftur til KF og fær leikheimild með liðinu 4. maí. Hann var kosinn leikmaður ársins 2018 hjá liðinu og lék 16 leiki og skoraði eitt mark með KF á síðasta ári.

Jordan verður 28 ára þann 10. júlí næstkomandi og er fæddur í Frakklandi. Hann hefur spilað undanfarin ár í Frönsku 3. deildinni. Mikill styrkur að fá Jordan aftur í liðið.

KF leikur sinn fyrsta leik gegn Álftanesi á Bessastaðavelli, laugardaginn 4. maí kl. 16:00.

Aðalbakarí á Siglufirði er aðalstyrktaraðili umfjallana um leiki KF í sumar og Arion banki í Fjallabyggð er einnig styrktaraðili umfjallana um meistaraflokk KF og unglingaflokka. Með þessum stuðningi er hægt að halda úti öflugum fréttaflutningi um KF í sumar eins og undanfarin ár hér á síðunni.

Mynd frá PFC Sports Management.