Föstudaginn 6. desember verður hið árlega jólakvöld haldið í miðbæ Ólafsfjarðar. Klukkan 19:30 hefst jólakvöldið með göngugötu stemningu og stendur fram eftir kvöldi. Ýmis konar varningur verður til sölu í jólahúsunum, Arion húsinu, Pálshúsi, Gallerý Uglu og smíðakompu Kristínar.
Kaffi Klara verður opin og Kjörbúðin með ýmis tilboð og kynningar.
Jólasveinasafn Egils Sigvaldasonar verður til sýnis í Pálshúsi, og yfirlitsýning á verkum Hildar Magnúsardóttur í Arion húsinu.
Tónlistarfólk kemur fram á svæðinu og húsum í kring.
Klukkan 22:00 hefst tónlistarflutningur í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Ljúf jólalög flutt af tónlistarfólki úr Fjallabyggð.