Fjölmörg jólaböll verða í Skagafirði á næstu dögum. Á annan í jólum, 26. desember verður Jólaball á Ketilási í Fljótum kl. 14:30. Föstudaginn 27. desember verður jólaball Lionsklúbbs Sauðárkróks og Lionsklúbbs Bjarkar í sal Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra og byrjar kl. 17:00.