Íslandsmótið í blaki fer fram í íþróttahúsinu á Siglufirði um helgina og verður spilað í 2.deild karla og kvenna og munu 18 lið mæta til leiks (9 lið í hvorri deild). Flest liðanna koma af suðvestur horni landsins en Blakfélag Fjallabyggðar(BF) á lið í báðum deildum. Karlaliðið er sem stendur í efsta sæti með jafnmörg stig og HK-C en konurnar eru í næst neðsta sæti í annarri deildinni. Bæði lið munu spila sex leiki um helgina en alls verða spilaðir 49 leikir. Nánari upplýsingar um stöðu og úrslit verða hér á síðunni um helgina, en einnig á blak.is.

Á föstudagskvöldinu verður spilaður einn leikur en hann hefst kl. 20:00 og er á milli BF og UMF Eflingar í 2.deild karla.
Á laugardeginum hefjast leikir kl. 09:00 en leikir BF liðanna á laugardeginum eru:
10:10 BF – Stjarnan 2 (karla)
12:30 BF – HK C (kvenna)
14:50 BF – HK C (karla)
16:00 BF – HK H (kvenna)
Á sunnudeginum hefjast leikir kl. 08:30 en leikir BF liðanna á sunnudeginum eru:
08:30 BF – Hrunamenn (kvenna)
10:50 BF – Álftanes/Stjarnan (karla) og BF – Bresi (kvenna)
13:10 BF – Keflavík (karla) og BF – HK F (kvenna)
16:40 BF – UMF Laugdælir (karla) og BF – Afturelding C (kvenna)
Að loknum síðustu leikjum á sunnudeginum verður verðlaunaafhending þar sem m.a. deildarmeistarar verða krýndir.
Blakfélag Fjallabyggðar hvetur bæjarbúa að fjölmenna í íþróttahúsið á Siglufirði og horfa á skemmtilega íþrótt og hvetja heimaliðin til dáða. Inngangur fyrir áhorfendur er að sunnanverðu.