ÍR vann 2-1 sigur á Tindastóli í Lengjubikar karla í gærkvöld. Spilað var á gervigrasinu í Breiðholtinu.

Fyrir leikinn var ljóst að liðin myndu enda í neðstu tveimur sætum riðilsins og það lið sem myndi vinna yrði í næst neðsta sæti.

Axel Kári Vignisson kom ÍR -ingum yfir með furðumarki þegar fyrirgjöf hans utan af kanti fór yfir markvörð Tindastóls og í markið.

Guðjón Gunnarsson bætti svo við öðru marki þegar hann fylgdi eftir skoti sem markvörður Tindastóls hafði varið og þrumaði í þaknetið.

Tindastóll minnkaði svo muninn en þar var að verki Theodore Furness sem kom til félagsins á dögunum. Markið var eins undarlegt og það fyrsta í leiknum því hann skoraði beint úr hornspyrnu.

Þetta var fyrsti og eini sigur ÍR í riðlinum og enda þeir því með þrjú stig. Tindastóll endar með eitt stig eftir að hafa aðeins náð einu jafntefli úr sjö leikjum.
ÍR 2-1 Tindastóll:
1-0 Axel Kári Vignisson
2-0 Guðjón Gunnarsson
2-1 Theodore Eugene Furness

1 Keflavík 7 6 0 1 20  –    9 11 18
2 ÍA 7 5 1 1 19  –    8 11 16
3 Víkingur R. 7 3 3 1 16  –    8 8 12
4 Stjarnan 7 3 2 2 13  –  12 1 11
5 ÍBV 6 3 0 3 14  –  10 4 9
6 KA 6 2 1 3 11  –    9 2 7
7 ÍR 7 1 0 6   6  –  18 -12 3
8 Tindastóll 7 0 1 6   3  –  28 -25 1

Heimild: Fótbolti.net