Í ljósi mjög slæmrar veðurspár næstu tvo daga eru íbúar Fjallabyggðar hvattir til að huga að lausum munum eins og sorptunnum. Einnig hefur tæknideild Fjallabyggðar hvatt íbúa til að vera ekki á ferðinni meira en nauðsyn krefur. Ef spár um ofankomu ganga eftir má búast við ófærð á Siglufirði og í Ólafsfirði.  Frá þessu er greint á vef Fjallabyggðar.