Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Fyrsti hádegisfundur Samtaka Atvinnurekenda á Akureyri á þessu ári verður haldinn í dag, fimmtudaginn 7. febrúar, kl. 12-13 á efri hæð Greifans (gengið inn á vesturhlið hússins). Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja mun í erindi sínu fjalla um hvernig stjórnun veiða, vinnslu og samhæfingu þeirra við ferskfiskmarkaði í Evrópu er háttað hjá Samherja í Eyjafirði. Félagið rekur tvær stórar tæknivæddar og fullkomnar fiskvinnslur í firðinum sem taka á móti 550 tonnum af hráefni í viku hverri.

Powered by WPeMatico