Fjallabyggð hefur fundið leiguhúsnæði fyrir Félagsmiðstöðina Neon fyrir næsta skólaár.  Húsnæðið við Lækjargötu 8 á Siglufirði sem er nú í eigu Siglunes Gesthouse hentar vel undir starfsemina, sem hefur áður verið í húsnæðinu. Drög að samningi milli Sigluness og Fjallabyggðar liggja nú fyrir og hefur bæjarstjóra verið falið að undrita samninginn.