Hótelrými á Akureyri mun tvöfaldast gangi öll uppbyggingaráform eftir. Ferðamálafræðingur varar við of hraðri uppbyggingu.

Eins og greint hefur verið frá eru áform uppi um að breyta Sjallanum á Akureyri í 90 herbergja hótel. Eins er gert ráð fyrir 100 herbergja hóteli á Drottningarbrautarreitnum svokallaða og þá verða 37 ný herbergi tekin í notkun hjá Icelandair hótelinu í sumar. Í göngugötunni verður opnað gistiheimili fyrir 100 manns í sumar og þá hefur verið sótt um gistileyfi fyrir minnst 15 íbúðir í bænum sem bíða umsagnar eftirlitsaðila.