Hólahátíðin hófst á föstudag. Óvanalega mikið verður um dýrðir þetta árið. Frú Agnes M. Sigurðardóttir vígir séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur til embættis vígslubiskups í Hólastifti. Vígslan verður í lok hátíðarinnar, kl 14 á sunnudaginn. Aðrir liðir í dag verða sem hér segir.

 

  • kl. 9:00 Morgunsöngur í dómkirkjunni.
  • Kl. 11:00 Samkoma í Auðunar-stofu.  Ragnheiður Traustadóttir Opnun sýningar um Guðbrand Þorláksson biskup.
  • Kl. 14:00 Hátíðarmessa í Hóladómkirkju.
  • Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir vígir séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur til biskups í Hólastifti.Kórar Hóladómkirkju og Möðruvallaklausturprestakalls syngja.  Organistar og kórstjórar Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Jóhann Bjarnason.
  • Kirkjukaffi að lokinni messu.