Rekstraraðilar að Barðslaugar að Sólgörðum í Fljótum hefur verið hafnað um viðræður um framlengingu á núverandi rekstrarsamningi sundlaugarinnar sem rennur út þann 31. desember 2023.  Byggðarráð Skagafjarðar hefur þakkað fyrir gott samstarf á leigutímanum, en sveitarfélaginu er skylt að auglýsa reksturinn til leigu nema sveitarfélagið taki hann yfir.

Sveitarstjóra Skagafjarðar hefur verið gert að auglýsa rekstur sundlaugarinnar að Sólgörðum til leigu frá og með 1. janúar 2024.