Tvær óvenju stórar flugvélar mátti sjá á Akureyrarflugvelli í vikunni. Annars var um að ræða Boeing C17 Globemaster III herflugvél en hins vegar vél af gerðinni Antonov An-12.

Herflugvélin lenti hér til að sækja tækjabúnaðinn sem flugsveit bandaríska flughersins hefur notað æfingarnar undanfarnar vikur, m.a. svokallaðar þotugildrur og stefnuvita.

Antonov vélin, sem kemur frá Úkraínu, hefur hins vegar haldið hér til í nokkra daga og verið að fljúga til Meistaravíkur á Grænlandi með búnað til námuvinnslu sem er þar í undirbúningi. Í dag fer vélin áttundu og síðustu ferðina í bili.

Myndir má sjá hér.

Heimild: akureyrivikublad.is