Heitavatnslaust verður víða á Sauðárkróki í kvöld eftir kl. 22 og frameftir nóttu, vegna viðgerðar í dælustöð. Samkvæmt tilkynningu frá Skagafjarðarveitum verður heitavatnslaust í Túnahverfi, Hlíðarhverfi, Hásæti, Forsæti og á Heilbrigðisstofnuninni.