Bæjarráð Blönduósbæjar hefur veitt Vigni Björnssyni heimild til að stugga við sel í ósi Blöndu með skotvopni. Það var veiðifélag Blöndu og Svartár sem óskaði eftir því að leyfið yrði veitt en algengt er á hverju sumri að selir gangi upp í Blöndu á eftir feitum og gómsætum löxum.

Í sumum tilfellum hafa selir gengið upp á Breiðina og í Damminn, sem eru fengsælustu veiðistaðirnir í Blöndu.

Í samþykkt bæjarráðs kemur fram að áhersla er lögð á að aðgerð sem þessi valdi bæjarbúum og ferðamönnum ekki ónæði.

Heimild: Húni.is