Í dag verður haldið upp á 100 ára afmæli elsta skíðafélags á landinu. Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg fagnar deginum með hátíðarmóti á Skíðasvæðinu í Skarðsdal.

Gönguskíðanámskeið verður á Hóli kl. 10:00-12:00. Skíðagleði, leikjabraut og afmælismót í svigi verður í Skarðsdal kl. 10:00-14:00. Afmæliskaffi verður kl. 16:00 í Bláa húsinu og þar verður einnig sýning á skíðum völdum gripum úr vörslu Síldarminjasafnsins.

100 ára afmæli Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborg