Vegna nýrra umferðarlaga hefur Fjallabyggð þurft að breyta hámarkshraðanum í bænum úr 35 km/klst í 40 km/klst.  Hámarksökuhraði skal tilgreindur í heilum tugum samkvæmt nýjum lögum.

Samþykkt hefur verið að hámarkshraði í Fjallabyggð verði hækkaður í 40 km á klst. að undanskildum götum við skóla, leikskóla og íþróttamiðstöðvar, þar verði hann lækkaður í 30 km á klst.

Einnig verður skoðaður sá möguleiki að setja upp þrengingar við skóla, leikskóla og íþróttamiðstöðvar í Fjallabyggð.

Sundlaugin í Ólafsfirði