KF hefur fengið til sín Halldór Mar Einarsson, sem spilaði með Ægi í vetur í Lengjubikarnum en var á síðasta tímabili með Völsungi. Hann er kominn með leikheimild með KF. Halldór er 22 ára og hefur leikið 32 leiki fyrir meistaraflokk Völsungs í deild og bikar. Halldór spilaði upp yngri flokkana með Þór á Akureyri. Halldór leikur á miðjunni og á vonandi eftir að koma sterkur inn í sumar.