GSS tók þátt í Atvinnulífssýningunni í Skagafirði nú í upphafi Sæluviku. Fjölmargir komu við og fræddust um störf klúbbins og margir sóttust eftir kynningu eða gengu til liðs við klúbbinn.

Gestum sýningarinnar var boðið að taka þátt í getraun, hversu mörg tí voru í blómavasa í bás klúbbsins. Um 500 manns tóku þátt í getrauninni en enginn giskaði á rétta tölu, sem var 1080. Sú sem næst komst var Elísabet Pálmadóttir og skeikaði 18 tíum á hennar giski. Fær hún í verðlaun golfkennslu. Aðrir sem voru nálægt og hljóta golfvörur í vinning voru Eymundur Ás, Helga Dóra Lúðvíksdóttir og Hafsteinn A. Hallgrímsson. Fá þau golfvörur í verðlaun frá GSS og verður haft samband við vinningshafa.