Mikil gróska er í helgarnámi fyrir iðnaðarmenn við Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. Þrír hópar stunda nú nám í húsasmíði og á þessari önn bættist við hópur nemenda í rafvirkjun.
Mikil eftirspurn var eftir námi í rafvirkjun og komust ekki allir að sem vildu. Til þess að komast í helgarnámið þurfa nemendur að hafa náð 23ja ára aldri. Þeir mæta um sex helgar á önn og leggja stund á heimanám þess á milli.
Óhætt er að segja að þessi valkostur hafi hitt í mark og mælist vel fyrir hjá fullorðnum einstaklingum sem kjósa að stunda nám með vinnu.

Mynd: fnv.is