Bárður Eyþórsson þjálfari Tindastóls var ekki óhress með sína menn þrátt fyrir ósigur gegn Grindvíkingum á heimavelli, 96:105, í úrvalsdeildinni í körfubolta í gærkvöld.
„Þetta var bara erfiður leikur. Við vorum lengst af ekki nægilega góðir í vörninni, en þeir eru bara einfaldlega góðir. Hinsvegar gáfumst við aldrei upp og það er góður karakter í liðinu að koma til baka og vinna sig aftur inn í leikinn eftir að hafa verið svona mikið undir, og ég er ekkert svo ósáttur,” sagði Bárður.
Heimild: mbl.is