Í dag var athöfn þar sem íþróttamaður ársins í Fjallabyggð var útnefndur auk þess sem efnilegustu og bestu íþróttamenn hverrar greinar voru verðlaunaðir.
Grétar Áki var valinn íþróttamaður ársins í Fjallabyggð. Hann er fyrirliði Knattspyrnufélags Fjallabyggðar, en liðið vann sér sæti í 2. deild Íslandsmótsins að ári. Hann er mikilvægur leikmaður í liði KF, góður drengur og fyrirmynd fyrir yngri iðkendur. Grétar Áki lék 21 leik í deild og bikar í sumar og skoraði 3 mörk fyrir KF. Hann hefur alls leikið 109 leiki fyrir KF og skorað 13 mörk fyrir meistaraflokk.
Björn Þór Ólafsson fékk viðurkenningu fyrir ómetanleg störf að íþróttamálum í Fjallabyggð undanfarna áratugi.