Börn og unglingar í Golfklúbbi Sauðárkróks héldu golfmaraþon fimmtudaginn 19. júlí síðastliðinn. Með þessu söfnuðu þau styrkjum og áheitum.  Þau hófu daginn kl. 9:00 og var markmiðið að spila a.m.k. 1000 holur, þau spiluðu til kl. 18:00 og höfðu þá með aðstoð fjölskyldna og annarra klúbbfélaga spilað alls 1541 holur. Golfklúbbur Sauðárkróks greinir frá þessu á vef sínum, gss.is.

Golfklúbbur Sauðárkróks hefur haldið úti metnaðarfullu starfi og kennslu fyrir börn og unglinga í sumar. Hægt er að nálgast upplýsingar um unglingastarfið á vef gss.is.

Mynd: GSS.is