Tjaldsvæði

Tjaldsvæðin í Skagafirði

Sauðárkrókur

Tjaldsvæðið á Sauðárkróki er staðsett við Sundlaug Sauðárkróks.

Aðstaðan

Nýtt þjónustuhús er við tjaldsvæðið þar sem er heitt og kalt vatn, sturtur, salerni og aðgengi fyrir fatlaða. Hægt er að kaupa rafmagn og losa skolp.

Stutt er í helstu þjónustu s.s. sundlaug, verslun, söfn o.þ.h.

Opnunartími

1. júní til 31. ágúst

 

Tjaldsvæði á Sauðárkróki, Hofsós og Varmahlíð eru í samstarfi þannig að hægt er að gista fyrstu nóttina á einhverju af þessum þrem tjaldsvæðum og fá þá lægra verð næstu nótt á eftir á einhverju af hinum tjaldsvæðunum.  Nauðsynlegt er að framvísu greiðslukvittun af fyrra tjaldsvæði.

Annað

Sundlaug, hraðbanki og bókasafn eru við tjaldsvæðið.  Skagafjörður býður upp á skemmtilega afþreyingu t.d. hestaleigu, hestasýningar, flúðasiglingar, litbolta, söfn, kirkjur, skemmtilegar gönguleiðir og golf.

Tjaldsvæðið Hólum í Hjaltadal

Sími:  4556333

Skjólgott tjaldsvæði í fallegum dal

V

Tjaldsvæðið Hofsósi
Staðsett við grunnskólann.
565 Hofsós
Sími 453 7367
Tjaldsvæði með rafmagni
Ný sundlaug er á Hofsósi og Vesturfarasetrið er þar einnig.

Tjaldsvæðið Lónkoti
Lónkoti
565 Hofsós

Staðsett 12.km norðan Hofsós á Siglufjarðarvegi, þjóðvegi 76.

Tjaldsvæði er gott með skjólgarði, salernisaðstöðu og aðstöðu til að grilla. Veitingastaðurinn Sölvabar.9-holu golfvöllur.

Tjaldsvæðið í Varmahlíð
Reykjarhóli
560 Varmahlíð

Sími 861 7697

Skjólgott tjaldsvæði. Heitt og kalt vatn, sturta, salerni og handlaugar.Aðgengi er fyrir fatlaða. Rafmagn fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi.

Sund, leiktæki, sögustaðir, hestaleiga, flúðasiglingar og fleira.