Gríðarlega mikil rigning hefur verið í Fjallabyggð síðustu tvo daga, bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði. Tjaldsvæðið í Ólafsfirði og svæðið þar í kring hefur illa ráðið við alla þessa úrkomu síðustu daga og hafa myndast stórir pollar þar og hefur Slökkvilið Fjallabyggðar haft næg verkefni undanfarna daga.  Sólahrings úrkoma á Siglufirði hefur verið 130 mm en 98,6 mm á Ólafsfirði. Mun minni rigning hefur verið t.d. á Akureyri en þar hefur aðeins rignt 25 mm síðastliðinn sólahring.

Ljósmyndir með fréttinni koma frá Guðmundi Inga Bjarnasyni, umsjónarmanni tjaldsvæðanna í Fjallabyggð og eru birtar með hans leyfi.