Föstudaginn 17. febrúar verður haldin söngkeppni Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra(FNV) þar sem keppt verður um þátttökurétt í Söngkeppni framhaldsskólanna 2012. Dagskrá hefst klukkan 20 á Sal bóknámshúss.
Dómarar eru Geirmundur Valtýsson, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og Helga Rós Indriðadóttir en allur tónlistarflutningur er í umsjón nemenda skólans.
Aðgangseyrir: 800 kr. fyrir meðlimi NFNV og yngri en 1500 kr. fyrir aðra.