Skíðaparadísin í Skarðsdal á Siglufirði er opin í dag og þar er frábært veður og færi. Svæðið verður opið frá kl. 10-16 í dag. Níu skíðaleiðir eru tilbúnar og göngubraut í Hólsdal. Umsjónarmaður skíðasvæðisins var mættur út eldsnemma í morgun til að kanna aðstæður og náðist á mynd. Hægt er að fylgjast með myndavél og veðurupplýsingum á Skarðsdalur.is.