Gangamót Greifans fer fram fimmtudaginn 25. júlí og er hluti af Hjólreiðahátíð Greifans sem fram fer dagana 24.-28. júlí á Akureyri. Í Gangamóti Greifans verður ræst klukkan 18:00 frá Sigló Hótel á Siglufirði og hjólað til Akureyrar. Endamörk verða við skíðahótel í Hlíðarfjalli og á svæði Bílaklúbbs Akureyrar og er endamark misjafnt eftir hópum. Hægt er að sækja keppnishandbókina á vef hfa.is.

Dagskrá:

15:30 – 17:00 Afhending keppnisgagna á Sigló Hótel á Siglufirði
17:45 Fundur með keppnisstjóra og dómurum við rásmark
18:00 1. ræsing – Elite + U23 Karlar
18:03 2. ræsing – Elite + U23 KVK, Junior KK, Masters KK
18:06 3. ræsing – Masters KVK + Junior KVK
18:12 4. ræsing – Almenningflokkar karla og kvenna
20:30 Grillið verður ræst á svæði Bílaklúbbs Akureyrar (BA) við Hlíðarfjallsveg
21:00 Verðlauna afhending á svæði BA
22:00 Tímatöku lýkur

Dagskrá Hjólreiðahátíðar:

Miðvikudagur 24. júlí:
​20:00 TimeTrial
Fimmtudagur 25. júlí:
18:00 Gangamót Greifans – Bikarmót Götuhjólreiðar | Siglufjörður – Akureyri
Föstudagur 26. júlí:
17:00 XC/CrossCountry – Börn, Unglingar og fullorðnir
Laugardagur 27. júlí:
10:00 Enduro Akureyri
11:00 RR Götuhjólreiðar unglinga – Bikarmót
18:00 Brekkusprettur í Listagilinu
19:00 Kirkjutröppubrun
Sunnudagur 28. júlí: 
08:30 Criterium – Fullorðnir
10:00 Criterium – Börn
13:00 Íslandsmeistaramótið í Fjallabruni(Downhill)