Aðalgata 14 í Ólafsfirði, þar sem Sparisjóður Ólafsfjarðar og síðar Arion banki voru til húsa hefur verið auglýst til sölu í nokkrun tíma. Fyrst var aðeins óskað eftir tilboði í eignina en í dag er verðmiðinn aðeins 55 milljónir króna. Húsið er 792,5 fm á stærð, með kjallara, hæð, 2. hæð og risþaki. Húsið var byggt árið 1982 og stendur á frábærum stað í Ólafsfirði. Lyfta er húsinu sem eykur möguleika á notkun þess.

Margir hafa beðið eftir að sveitarfélagið Fjallabyggð myndi kaupa húsið og nota fyrir bókasafn, upplýsingamiðstöð eða annað.