Tindastóll mætti Vestra á Sauðárkróksvelli í dag í 11. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Vestri hefur verið toppbaráttunni og voru í 3. sæti deildarinnar fyrir þennan leik og áttu möguleika á að ná 2. sæti með sigri í dag. Stólarnir voru í neðsta sæti og þurftu svo sannarlega á sigri að halda, en liðið hafði aðeins gert tvö jafntefli og tapað 8 leikjum í deildinni. Tindastólsstrákarnir áttu góða æfingaviku, þjálfarinn hætti á mánudaginn og tók aðstoðarþjálfarinn við tímabundið meðan leitað er að nýjum þjálfara.

Leikurinn byrjaði fjörlega og komust gestirnir yfir með marki frá Aaron Robert Spear, hans fjórða mark í sumar, og komst Vestra í 0-1 á 15. mínútu. Heimamenn voru fljótir að svara og jöfnuðu leikinn á 23. mínútu og var það Arnar Ólafsson skoraði sitt þriðja mark í sumar í deild og bikar. Staðan var 1-1 í hálfleik, og fengu gestirnir tvö gul spjöld skömmu fyrir leikhlé.

Tindastóll byrjaði síðari hálfleik vel og skoraði Alvaro Cejudo Igualada strax á 50. mínútu og kom Stólunum í 2-1. Fimmtán mínútum síðar fékk leikmaður Vestra sitt annað gula spjald og þar með rautt og léku gestirnir því einum færri það sem eftir var af leiknum. Heimamenn héldu út og unnu sinn fyrsta sigur í deildinni í sumar, lokatölur 2-1 fyrir Tindastól.

Tindastóll er nú með 5 stig eftir 11 umferðir og leika næst við ÍR, laugardaginn 20. júlí.