Í morgun var fyrsta beina millilandaflugið í haust frá Akureyrarflugvelli. Flogið var til Tenerife á vegum Heimsferða með flugfélaginu Neos. Flugfélagið rekur 16 vélar, bæði nýjar 737 MAX og eldri 737 vélar. Vélin fór frá Keflavík snemma í morgun og lenti á Akureyri 7:45. Gestir af Norðurlandi komum um borð og vélin fór á loft 8:45 og flugtíminn var 5 klst og 19 mínútur. Síðustu daga hefur vélin verið að fljúga frá Keflavík til Alicante og Tenerife.
Frábær þjónusta fyrir íbúa á Norðurlandi að þurfa ekki að keyra alla leiðina til Keflavíkur eða fljúga með innanlandsflugi til að komast erlendis.