Fyrirtæki í Dalvíkurbyggð sem eru í skilum og hafa orðið fyrir umtalsverðu tekjutapi vegna COVID-19, geti sótt um gjaldfrest fasteignagjalda og hitaveitugjalda út júní 2020. Fyrirkomulag greiðslu frestaðra gjalda sé unnið í samvinnu sviðsstjóra og innheimtufulltrúa við hvert og eitt fyrirtæki.
Yfirlit um allar aðgerðir verði til kynningar og umsagnar í byggðaráði. Lögð er áhersla á Samband íslenskra sveitarfélaga og ríki komi upp þjónustugátt til að fyrirtæki geti sótt um frestun gjalda sinna á einum stað.
Starf þjónustu- og upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar verður tímabundið skilgreint með aukna áherslu á stuðning við atvinnulíf sem og markaðssetningu á sveitarfélaginu upp úr öldudalnum.
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þetta á fundi í dag.