Í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður tekið á móti framboðslistum til sveitarstjórnarkosninga 2022 í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, fram til kl. 12:00 föstudaginn 8. apríl 2022.
Kristín Jónsdóttir skjalastjóri veitir listunum viðtöku og staðfestir móttöku þeirra f.h. yfirkjörstjórnar.
Yfirkjörstjórn mun koma saman kl. 11:00, mánudaginn 11. apríl til að staðfesta fram komin framboð og mun auglýsa þau í kjölfarið.
Á kosningavef Stjórnarráðs Íslands www.kosning.is er að finna greinargóðar leiðbeiningar til þeirra sem hyggjast bjóða fram lista, svo sem sýnishorn af framboðslista, lista meðmælenda og samþykki frambjóðenda.