Í dag verða tveir viðburðir á Berjadögum í Ólafsfirði. Hátíðarkvöld verður í Ólafsfjarðarkirkju kl. 20:00 og hljómsveitin Hundur í Óskilum verður kl. 22:30, einnig í kirkjunni.

Hátíðarkvöld í kirkjunni

Föstudagur 2. ágúst kl. 20:00 í Ólafsfjarðarkirkju

Á hátíðarkvöldi spretta tónlistaratriðin fram hvert af öðru í hinni margrómuðu Ólafsfjarðarkirkju og á boðstólum verður spennandi efnisskrá eins og hún gerist best á Berjadögum. Fögnuður áheyrenda síðastliðið sumar er enn í minnum hafður og tilhlökkunin engu minni í ár. Elmar Gilbertsson tenórsöngvari syngur þetta kvöld og Hanna Þóra Guðbrandsdóttir en hún er Ólafsfirðingum að góðu kunn. „Myndir á þili“ eftir Jón Nordal hljómar í flutningi Ólafar Sigursveinsdóttur sellóleikara og fiðluleikarinn Páll Palomares leikur rúmenska dansa eftir Bartók en listræn atburðarás kvöldsins er í höndum Ólafar. Tónskáld á borð við Báru Grímsdóttur, Þórunni Guðmundsdóttur, Johann Sebastian Bach, Sigursvein D. Kristinsson og Atla Heimi Sveinsson setja einnig mark sitt á efnisskrána sem á köflum mun einkennast af kátínu.

Flytjendur á tónleikunum eru David Bollen, Elmar Gilbertsson, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Jón Þorsteinsson, Ágúst Ólafsson, Elfa Dröfn Stefánsdóttir, Ólöf Sigursveinsdóttir, Páll Palomares og Hugi Jónsson.

Stakur aðgöngumiði: 3.500 kr. / Báðir kvöldtónleikar: 4.000 kr
Hátíðarpassi: 8.500 kr.
Frítt fyrir börn og unglinga 18 ára og yngri

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Hjörleifur Hjartarson
Eiríkur Stephensen

Eftir að hátíðartónleikum lýkur keyra þeir félagar Hjörleifur og Eiríkur upp fjörið í hliðarsal kirkjunnar. Gamla safnaðarheimilið gegnt kirkjunni, sem í dag er fagurlega innréttað heimili, verður opið gestum og gangandi eftir tónleikana. Þar verður hægt að njóta það sem eftir lifir nætur með listamönnum Berjadaga. Góða skemmtun!

Stakur aðgöngumiði: 1.500 kr. / Báðir kvöldtónleikar: 4.000 kr
Hátíðarpassi: 8.500 kr.
Frítt fyrir börn og unglinga 18 ára og yngri

A4poster 2019