Genis er líftæknifyrirtæki með höfuðstöðvar á Siglufirði sem byggir á sérhæfðri þekkingu tengdri framleiðslu á lyfjum, fæðubótarefnum og lækningartækjum úr rækjuskel. Vísindamenn fyrirtækisins hafa á annan áratug unnið að þróun þessara vara. Markmið fyrirtækisins er að nýta þessa uppsöfnuðu þekkingu til þess að bæta lífsgæði fólks sem þjakað er af bólgutengdum heilsukvillum. Hjá fyrirtækinu starfa 15 manns, en forstjóri Genis reiknar með að um 80-100 manns muni vinna hjá fyrirtækinu á Siglufirði eftir 4-5 ár.