Börn á leikskólaaldri í Ólafsfirði luku nýlega 10 tíma sundnámskeiði í Sundlauginni í Ólafsfirði.  Kennari var Jónína Björnsdóttir og tóku 11 börn frá tveimur elstu leikskólaárgöngum í Ólafsfirði þátt á námskeiðinu.

Að sögn Jónínu voru miklar framfarir hjá börnunum og ótrúlega gaman og gefandi að vinna með þeim.

Eftir síðasta tímann fengu allir ís frá kennaranum og sundpoka sem Arion banki í Fjallabyggð gaf börnunum.