Fjölskylduskemmtun verður haldin í Félagsheimilinu á Blönduósi 10. nóvember n.k. frá kl. 15:00-17:30. Meðal þeirra sem koma fram má nefna Ingó veðurguð, Gísla Einarsson úr Landanum auk tónlistarfólks úr Húnavatnssýslu.

 

Treyjuuppboð verður á staðnum m.a. árituð treyja Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham, árituð treyja frá Aroni Pálmasyni handboltamanni í Kiel og Íslandsmeistaratreyja FH í knattspyrnu með áritun allra leikmanna liðsins svo fátt eitt sé nefnt. Þá verður boðið uppá kökuhlaðborð þannig að enginn þarf að fara svangur heim.
Skemmtunin er haldin til að sýna samstöðu í verki með Guðjóni Óla og fjölskyldu hans en hann veiktist alvarlega fyrr á þessu ári aðeins nokkura vikna gamall. Allur ágóði af þessari skemmtun rennur því óskertur til fjölskyldu hans.

Miðaverð er aðeins kr 2.000 fyrir fullorðna (16 ára og eldri) og frítt fyrir börn en að sjálfsögðu er fólki frjálst að borga það sem hver og einn vill.
Þá hefur verið opnaður bankareikningur í tilefni fjölskylduskemmtunarinnar og geta þeir sem ekki komast en vilja sýna stuðning lagt inná eftirfarandi reikning:
0307-13-2012 kt. 110280-4249.

Heimild: www.huni.is