Önnur umferð fjölliðamótanna að hefjast

Nú er önnur umferð fjölliðamótanna að hefjast um næstu helgi og eru það fjórir flokkar sem hefja umferðina. 8. flokkur stúlkna í Tindastóli keppir á Sauðárkróki, stúlknaflokkur í Grafarvogi, 8. flokkur drengja á Akureyri og 11. flokkur drengja í Kópavogi. Þá spilar unglingaflokkur karla við Breiðablik á laugardaginn.

Stelpurnar í 8. flokki spila í B-riðli hér heima gegn Kormáki, Snæfelli, Hamar/Þór Þorlákshöfn og Njarðvík. Leikjaprógrammið þeirra er svona:

 

10-11-2012 11:00 gegn Kormákur 8. fl. st. Sauðárkrókur
10-11-2012 14:00 gegn Snæfell 8. fl. st. Sauðárkrókur
11-11-2012 10:00 gegn Hamar/Þór Þ. 8. fl. st. Sauðárkrókur
11-11-2012 13:00 gegn Njarðvík 8. fl. st. Sauðárkrókur